50 milljónir Mazda bílar framleiddir frá 1931!

05.06.2018
content image

Eftir 86 ár og 7 mánuði hefur fjöldi framleiddra Mazda bíla náð 50 milljónum.

Það byrjaði allt í október 1931 þegar Mazda hóf framleiðslu á þriggja hjóla bifreið, þekkt sem Mazda-Go, í Hiroshima. Árið 1960 hófst framleiðsla á R360 Coupe, sem var bíll með fjórum sætum. Árið 1982 hóf Mazda að framleiða bíla í nýjum verksmiðjum í Hofu, sem síðan hefur verið aðalverksmiðja japanska bílaframleiðandans ásamt verksmiðjum í Hiroshima.

Mazda mun halda áfram að búa til heim þar sem bílar þróast með fólki, samfélagi og jörðu. Þeir munu halda áfram að auðga líf ökumanna með ýmsum snertipunktum, þeir munu halda áfram að framleiða hágæða bíla.

Markmið Mazda fyrir yfirstandandi fjárhagsár er að selja 1.660.000 bíla um allan heim. Árið 2024 er gert ráð fyrir að framleiðslugetan hafi aukist svo mikið að árleg framleiðsla verði um 2 milljónir bíla.

Kynntu þér Mazda á Íslandi!