Mazda VISION COUPE fallegasti hugmyndabíllinn!

01.02.2018
content image

Mazda VISION COUPE sem frumsýndur var á Tokyo Motor Show nú í haust hefur nú verið valinn Fallegasti hugmyndabíll ársins!

Dómnefnd verðlaunanna er skipuð sérfræðingum í bíla- & mótorsporti, arkitektum & hátísku hönnuðum og það var Mazda VISION Coupe sem stóð uppi sem sigurvegari af níu tilnefningum. Tilnefndir til verðlaunanna voru Audi Aicon, BMW i Vision Dynamics, Kia Proceed Concept, Lamborghini Terzo Millennio, Mercedes-Benz AMG GT Concept, Mercedes-AMG Project One, Vision Mercedes Maybach 6 Cabriolet, Nissan Vmotion og Peugeot Instinct og Mazda VISION Coupe. Mazda vann sömu verðlaun fyrir tveimur árum með hugmyndabílnum RX-VISION.

Framtíðin í hönnun Mazda

Eins og nafn hugmyndabílsins gefur til kynna, VISION COUPE, hefur framtíðarsýn Mazda verið hönnuð í þennan einstaka bíl. Formið á farþegarýminu eru einkennandi fyrir klassíska coupé hönnun og túlka hreyfingu og hraða.

Við hönnun á innra rými bílsins notast hönnuðir Mazda þætti úr japönskum arkitektúr sem hjálpa til við að búa til yfirvegað og afslappandi andrúmsloft innra rýmis.

“VISION Coupé er spegill á hugleiðingar okkar til framtíðar og sýnir næsta áfanga í þróun fyrir Kodo hönnun okkar," sagði Ikuo Maeda, framkvæmdastjóri hönnunar- & vörumerkis Mazda. "Þessi bíll lýsir hreinni japanskri fagurfræði og að fá þessa viðurkenningu hér í" borg listarinnar " París, tveimur árum eftir að RX-VISION fékk sömu verðlaun, er mjög mikill heiður fyrir Mazda. Við viljum viðhalda ímynd okkar sem japanskt vörumerki en halda áfram að hanna & framleiða bíla sem höfða til kaupenda á bílum um allan heim. "

Mazda Vision Coupe

Mazda Vision Coupe innan

Mazda Vision Coupe hlid

Mazda team