Splúnkunýr Mazda MX-30 First Edition rafbíllinn á sjóðheitu rafbílatilboði
Magnkaup Brimborgar lækkar verð um 500 þúsund
Mazda MX-30 First Edition rafbíll fæst nú á ótrúlega hagstæðu verði eða aðeins 3.870.000 kr. með inniföldum málmlit en verðlistaverð er 4.370.000 kr. Þetta sérstaka tilboð er tilkomið vegna magnkaupasamnings Brimborgar við Mazda Motor Company. Bílarnir koma til Íslands í október og eru til afgreiðslu þá. Með magnkaupum Brimborgar og forsölu sparast mikill kostnaður sem kemur fram í lækkuðu rafbílaverði.
Einstaklega vel búinn Mazda rafbíll
Mazda bílar eru rómaðir fyrir gæði og eru bílarnir allir með 5 ára verksmiðjuábyrgð, 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu og ríkulegum staðalbúnaði. Mazda MX-30 First Edition 100% rafbíll gerir notanda kleift að njóta þeirra þæginda, sparnaðar og jákvæðra umhverfisáhrifa sem rafbílar veita í bæjarsnattinu með ódýrri, umhverfisvænni, íslenskri orkuáfyllingu heima eða í vinnu. Glænýr Mazda MX-30 First Edition er búinn ríkulegum staðalbúnaði t.a.m bakkmyndavél, rafdrifnu bílstjórasæti, forhitun sem tryggir alltaf heitan bíl, GPS vegaleiðsögn, hárri sætisstöðu og japönskum Mazda gæðum með víðtækri ábyrgð og innbyggðri varmadælu.
- SPARNAÐUR MEÐ AKSTRI Á ÍSLENSKRI ORKU
- RÍKULEGUR BÚNAÐUR MEÐ VARMADÆLU
- FORHITUN TRYGGIR HEITAN BÍL
- LÁGT MENGUNARFÓTSPOR
-
UMHVERFISVÆN GÆÐAEFNI
Forsölutilboð: Ef pantað er í forsölu fyrir laugardaginn 9. október með greiðslu 290.000 kr. staðfestingargjalds (7,5%) fæst glæsilegur vetrarpakki með í kaupbæti:
- Nokian gæða vetrardekk (og sumardekkin sem bíllinn kemur á með í skottinu)
- Skottmotta (Gúmmímottur að framan og aftan einnig innifaldar)
- Aurhlífar að framan og aftan
- 4 metra hleðslukapall
Verðmæti vetrarpakkans er allt að 310.000 kr. og heildarafsláttur sem fæst með magnkaupum og forsölu er því um 810.000 kr. Heildarverð er því aðeins 3.870.000 kr.
Hvaða litir eru í boði og hvernig er hægt að taka bíl frá ?
Allar upplýsingar um Mazda MX-30 First Edition rafbílinn eru á vef Mazda og þar er hægt að skoða allt úrvalið í Vefsýningarsalnum m.a mismunandi liti og taka frá bíl.
Græn fjármögnun. Uppítaka á eldri bíl. Tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf við uppsetningu hennar
Brimborg einfaldar bílaskiptin og sér um uppítöku á gamla bílnum, hagstæða græna fjármögnun, tilboð í hleðslustöð og ókeypis ráðgjöf við uppsetningu hleðslustöðvar. Allar gerðir eldri bíla teknar uppí.
Sýningar- og reynsluakstursbílar á staðnum
Sýningar- og reynsluakstursbílar eru á staðnum til skoðunar og prófunar.