COVID-19 KÓRÓNAVEIRA | UPPLÝSINGAR
Ágæti viðskiptavinur
Það eru fordæmalausir tímar og við erum öll að leggja okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu. Heilsufar og velferð viðskiptavina og starfsmanna er okkur hjartans mál um leið og við leggjum áherslu á að þjónusta viðskiptavini okkar á framúrskarandi hátt á öllum sviðum svo samgöngutæki heimilisins og vinnustaðarins sé í topplagi.
Þú getur verið fullviss um að við hjá Brimborg gerum mjög háar kröfur um þrif og höfum aukið þrif til mikilla muna. Í ljósi núverandi ástands með COVID-19, höldum við áfram að vinna með öllu okkar starfsfólki og viðskiptavinum og minnum á nauðsyn og tíðni góðs handþvotts. Öll umferð vina og ættingja starfsmanna Brimborgar hefur verið bönnuð á starfsstöðvum Brimborgar í ljósi aðstæðna. Fundir eru á stafrænu formi og ferðalög úr landi bönnuð og við hvetjum til notkunar á snertilausum greiðslum.
Viðskiptavinir og starfsfólk hefur aðgang að einnota hönskum og spritti. Við höfum stöðvað eða takmarkað mjög samgang starfsmanna milli deilda, sent fjölmarga starfsmenn heim í fjarvinnu, tryggt að aldrei séu fleiri en 20 einstaklingar, viðskiptavinir eða starfsmenn í sama rými og að alltaf séu 2 metrar á milli einstaklinga.
Rafrænar lausnir Brimborgar
Afgreiðslutími okkar er óbreyttur og starfsfólk Brimborgar er til þjónustu reiðubúið og nú sem aldrei fyrr reynir á rafrænar lausnir. Við leggjum okkur fram við að svara öllum fyrirspurnum um hæl. Við leggjum áherslu á okkar rafrænu leiðir til að hafa samband við söluráðgjafa vegna nýrra og notaðra bíl, bílaleigu, verkstæði og varahluti.
kynntu þér rafræna brimborg
Varahluta- og verkstæðisþjónusta
Brimborg hefur farið í viðamiklar aðgerðir til að tryggja að við getum veitt viðskiptavinum okkar áframhaldandi framúrskarandi varahluta- og verkstæðisþjónustu. Við bjóðum upp á margvíslegar rafrænar lausnir við pantanir á varahlutum og þjónustu, fylgjum reglum í hvívetna um 20 manna hámarksfjölda í hverju rými og að 2 metrar séu ávallt á milli einstaklinga. Háum kröfum um hreinlæti er fylgt í einu og öllu við afgreiðslu varahluta og við verkstæðisþjónustu. Við komu ökutækis á verkstæði setja tæknimenn á sig nýja hanska og að þjónustu lokinni eru allir helstu snertifletir ásamt lyklum bíla sem koma á verkstæði Brimborgar sótthreinsaðir.
Pantaðu tíma á netinu og skilaðu lyklunum í lúguna. Einfalt og þægilegt.
Bókaðu tíma á netinu hjá verkstæðum Brimborgar og skilaðu lyklinum í lúguna, jafnvel kvöldið áður. Þú getur svo greitt með símgreiðslu eða millifærslu og sótt bílinn eftir lokun ef það hentar þér. Einfalt og þægilegt.
bókaðu tíma á verkstæði
Panta vara og aukahluti
Varahlutir
fást hjá Brimborg í allar þær bíltegundir sem Brimborg er umboðsaðili fyrir. Þú getur pantað varahluti á netinu og greitt með símgreiðslu eða millifærslu.
PANTAðu VARAHLUT
Reynsluakstur hjá Brimborg
Allir snertifletir ásamt lyklum nýrra og notaðra bíla eru sótthreinsaðir fyrir og eftir reynsluakstur. Viðskiptavinum býðst einnig að fá einnota hanska þegar þeir koma í reynsluakstur.
Nýir bílar í vefsýningarsal Brimborgar
Skoðaðu úrvalið af nýjum bílum á lager og í pöntun í Vefsýningarsal Brimborgar hér, sendu okkur fyrirspurn og við svörum um hæl.
Mazda í vefsýningarsal brimborgar
Notaðir bílar hjá Brimborg
Við erum með gríðarlega fjölbreytt úrval notaðra bíla til sölu á notadir.brimborg.is og á útiplönum okkar við Bíldshöfða 6 og 8 og Tryggvabraut 5 á Akureyri. Keyrðu rúntinn og skoðaðu glæsilega notaða bíla. Þú getur slegið inn bílnúmerinu í leitarvél notaðra bíla, fundið allt yfir bílinn og sent okkur fyrirspurn.
Skoðaðu úrval notaðra Mazda bíla, finndu draumabílinn þinn og sendu okkur fyrirspurn.
notaðir mazda bílar | brimborg