Mazda CX-30 og Mazda MX-30 hlutu Red Dot hönnunarverðlaunin 2020

01.04.2020
content image

Mazda CX-30 og Mazda MX-30 hlutu Red Dot hönnnunarverðlaunin 2020

Mazda stóð uppi sem tvöfaldur sigurvegari á  Red Dot hönnunarverðlaununum. Mazda hlaut verðlaun fyrir bæði Mazda CX-30 og Mazda MX-30 rafbílinn. Red Dot hönnunarverðlaunin eru veitt þeim vörum sem að mati dómnefndar skara fram úr í nýsköpun, hönnun og virkni.  Það er svo sannarlega heiður fyrir nýja kynslóð Mazda að fá þessi verðlaun fyrir Mazda CX-30 og Mazda MX-30.

Mazda CX-30 og Mazda MX-30 eru báðir hannaðir og framleiddir með þekktri hönnunarheimspeki Mazda „KODO - Soul of Motion“ sem á rætur sínar að rekja til japanskrar fagurfræði. Bílarnir tveir eru byggðir á sama grunni en hafa samt sitt einstaka útlit. Mazda MX-30 rafbíllinn er væntanlegur til okkar í haust.

Mazda MX-30 100% rafbíll

Mazda MX-30 er nýr 100% rafdrifinn bíll og sá fyrsti frá Mazda og kemur sem viðbót við CX-30 sem hefur fengið frábærar viðtökur á Íslandi.  Mazda MX-30 er búinn nýjustu tækni þar sem áherslan er á að þú upplifir fádæma góða aksturseiginleika, sparneytni og áreiðanleika á 100% rafdrifinn hátt. Mazda MX-30 er framleiddur í sátt við náttúruna, allt plastefni sem er í bílnum er endurunnið úr plastflöskum. Efnisnotkun í innra rými er unnið úr nátturlegum efnum og korkur í miðjustokk bílsins gefur honum enn náttúrulegra útlit.

Mazda mx-30 red dot verðlaunin

Mazda CX-30 - Einstakt öryggi

Mazda CX-30 auðgar lífstíl þinn.  Stærðin er fullkomin og aksturseiginleikarnir framúrskarandi þar sem áherslan er á hegðun og hreyfingu mannsins. Hágæða innréttingar ásamt einstökum þægindum fyrir alla farþega. Hönnun Mazda CX-30 er einstök og dásömuð af sérfræðingum um allan heim. Mazda CX-30 er sannkallaður lúxus að utan sem innan. Mazda CX-30 setti nýtt met í öryggisprófun Euro NCAP, fékk 99 stig. „Það eru fáir öruggari staðir til að vera á en í Mazda CX-30“ segir í niðurstöðu prófdómara. Mazda CX-30 er ótrúlega vel búinn fjölda virkra öryggiskerfa til að koma í veg fyrir árekstur hvort sem það eru bílar í umferðinni eða gangandi eða hjólandi vegfarendur.

Mazda cx-30 fær red dot verðlaunin

Sigurvegarar Red Dot verðlauna í ár eru valdir af alþjóðlegri dómnefnd yfir 40 sérfræðinga. „Verðlaunahafarnir hafa sýnt dómnefndinni spennandi bíla, ekki aðeins vegna fagurfræðilegra eiginleika heldur einnig vegna virkni þeirra. Með hönnun sinni setja þeir nýja staðla í sinni atvinnugrein “, segir Peter Zec, stofnandi og forstjóri Red Dot.

„Að vinna" Red Dot er einstakur heiður," segir Dr. Peter Zec, stofnandi og forstjóri Red Dot. „Það er einstök viðurkenning fyrir frábæra hönnun og sönnun þess að Mazda eru meðal þeirra bestu."

Þetta er áttundu Red Dot verðlaunin fyrir Kodo: Soul of Motion hönnun Mazda. MX-5 RF/MX-5/2017,  CX-3 /Mazda2 /2015, Mazda3 /2014 og Mazda6/2013. Mazda3 hlaut svo "Red Dot: Best of the Best" verðlaunin 2019.