Frumsýningardagar sjö sæta Mazda CX-80 PHEV

24.10.2024
content image

Mazda á Íslandi kynnir nýjan hágæða Mazda CX-80 PHEV tengiltvinnjeppa á frumsýningardögum í sýningarsal sínum í Reykjavík. Bíllinn fæst á kynningartilboði sem felur í sér 720.000 kr. vetrarpakka.

Lestu allt um bílinn og bókaðu reynsluakstur hér.

Þetta er fyrsti sjö sæta tengiltvinnjeppinn frá Mazda, hannaður með áherslu á þægindi, glæsilega hönnun og kraftmikla aksturseiginleika—fullkominn fyrir þá sem vilja njóta þægindanna og frelsisins sem fylgir því að keyra tengiltvinnbíl.

Mazda CX-80 er búinn 2,5 lítra e-Skyactiv PHEV-vél sem skilar 327 hestöflum og 500 Nm í togi. Bíllinn býður upp á drægni allt að 61 km á rafmagni samkvæmt WLTP-staðli. Uppgefin eldsneytisnotkun er aðeins 1,6 l/100 km í blönduðum akstri og CO₂-losun er 35–36 g/km.

Þriggja raða sætisrými bílsins býður upp á fjölhæfar sætalausnir:

  • Sjö sæta útfærsla með þrem sætum í miðjuröðinni, 60/40 skipting.
  • Sex sæta útfærsla með tveimur sérsætum í miðjuröðinni og göngurými á milli.
  • Sex sæta útfærsla með tveimur sérsætum og miðjustokki fyrir aukin þægindi.

Mazda CX-80 er vel búinn af hágæða búnaði og háþróuðum tæknilausnum. Meðal búnaðar má nefna:

  • 12,3 tommu stafrænt mælaborð og margmiðlunarskjá með HMI Commander stjórnborði.
  • Þráðlaust Apple CarPlay og Android Auto , sem gerir þér kleift að tengja símann þinn auðveldlega við bílinn.
  • Upphitað stýri og upphituð sæti , sem tryggja þægindi í köldu veðri.
  • Þriggja svæða loftkæling , sem gerir öllum farþegum kleift að stilla hitastigið að sínum þörfum.
  • 360 gráðu bakkmyndavél og nálægðarskynjarar að framan og aftan, sem auðvelda að leggja í stæði.
  • Öryggiskerfi með blindpunktsaðvörun , veglínuskynjurum, sjálfvirkri neyðarhemlun og fjarlægðarstillanlegum hraðastilli.

Verð Mazda CX-80 PHEV er frá 10.380.000 kr.

Við bjóðum fólk velkomið í sýningarsalinn í Reykjavík til að skoða nýja bílinn og reynsluaka. Söluráðgjafar okkar eru að sjálfsögðu reiðubúnir að veita allar frekari upplýsingar um bílakaup, fjármögnun og uppítöku á eldri bíl.

Lestu allt um bílinn og bókaðu reynsluakstur hér.