Forsala er hafin á glænýjum sjö sæta Mazda CX-80 PHEV
Mazda kynnir með stolti glænýjan sjö sæta Mazda CX-80 PHEV, nýjustu viðbótina við sína metnaðarfullu vörulínu. Mazda CX-80 PHEV er hannaður til að veita framúrskarandi akstursupplifun, þægindi og háþróaða tækni, sem gerir hann að flaggskipi Mazda í Evrópu.
Kraftmikil og sparneytin tengiltvinnvél
Mazda CX-80 PHEV er búinn e-Skyactiv PHEV sem sameinar Skyactiv-G 2,5 lítra fjögurra strokka bensínvél með 129 kW rafmótor og 17,8 kWh drifrafhlöðu. Þetta skilar samanlagt 327 hestöflum og 500 Nm togi, sem gefur hröðun úr 0-100 km/klst á aðeins 6,8 sekúndum. Með WLTP meðaltalseyðslu upp á aðeins 1,6 lítra á hverja 100 km og CO2 losun upp á 36 g/km, sameinar Mazda CX-80 PHEV kraft og sparneytni á einstakan hátt.
Drægni á rafmagni er allt að 61 km skv. WLTP staðlinum.
Skoðaðu laus eintök í vefsýningarsalnum
Glæsileg hönnun og rúmgott innanrými
Mazda CX-80 PHEV sameinar óviðjafnanlegt handverk og nákvæmni við smáatriði. Bjarta og loftgóða innanrýmið er með hágæða efnum, þar á meðal nappa leðri og ekta hlyn, sem skapar fágaðan og vandaðan glæsileika. Stórt panorama sólþak opnar innanrýmið enn frekar og skapar létt og þægilegt andrúmsloft. Innanrýmið býður upp á sveigjanleika með þremur sætaraðarkostum: miðjuröð með þriggja sæta bekk fyrir sjö sæti, kapteinsstóla með göngurými eða miðjustokk fyrir sex sæti.
Háþróuð tækni og þægindi
Mazda CX-80 PHEV er búinn 12,3 tommu margmiðlunarskjá, sem styður bæði þráðlaust Apple CarPlay og Android Auto. Premium Bose® hljóðkerfið með 12 hátölurum tryggir frábær hljómgæði, á meðan þriggja svæða loftkæling tryggir þægindi fyrir alla farþega. Nýjungar eins og 360° myndavél með See-Through View og Trailer Hitch View gera akstur og beislun kerru auðveldari. Með innbyggðri GPS vegaleiðsögn og Alexa raddstýringu er upplifun ökumannsins tekin á næsta stig.
Skoðaðu laus eintök í vefsýningarsalnum
Öryggi í fyrirrúmi
Mazda CX-80 PHEV er búinn nýjustu i-Activsense öryggiskerfunum sem miða að því að ná Euro NCAP 5-stjörnu öryggiseinkunn. Með Smart Brake Support, Emergency Lane Keeping og Rear Seat Alert veitir Mazda CX-80 PHEV bæði ökumanni og farþegum aukið öryggi og hugarró. Með sinni einstöku blöndu af hönnun, nýsköpun og akstursánægju er hann fullkominn bíll fyrir þá sem vilja njóta hverrar ökuferðar.
Forsalan hafin
Forsala á glænýjum sjö sæta Mazda CX-80 PHEV er nú hafin og eru fyrstu bílarnir væntanlegir til landsins í haust. Bílarnir eru sýnilegir í vefsýningarsal nýrra bíla á vefnum okkar, þar sem þú getur séð áætlaðan afhendingartíma á draumabílnum. Mazda CX-80 PHEV er einnig fáanlegur í langtímaleigu hjá Brimborg – tryggðu þér þinn Mazda CX-80 PHEV í dag!
5 ára ábyrgð er á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.