Glænýr Mazda3 frumsýndur
Brimborg frumsýnir glænýjan og ríkulega búinn Mazda3 á laugardaginn í Reykjavík og á Akureyri kl. 12-16.
Komdu upplifðu einstaka tilfinningu.
Ný kynslóð Mazda3 er veisla fyrir skynfærin
Nú hefst nýr kafli í sögu Mazda. Mazda3 er hannaður með hegðun og hreyfingu mannsins að leiðarljósi svo þú upplifir afburða akstur. Með SkyActiv -bíltækninni bregst Mazda3 við öllum fyrirætlunum þínum með fyrirsjáanlegum viðbrögðum. Innra rýmið hefur verið hannað með einstökum gæðaefnum og með notandann í fyrirrúmi. Þú finnur strax í fyrsta akstri hvernig dregið hefur verið úr óþarfa hávaða og titringi til að skapa afburða akstursupplifun.
Hönnun Mazda3 er einstök og dásömuð af sérfræðingum um allan heim. Mazda3 er sannkallað listaverk að utan sem innan – sannkölluð veisla fyrir skynfærin.
Akstureiginleikar sameina mann og bíl
Markmið verkfræðinga Mazda er að gera mann og bíl að einu við aksturinn en á japönsku útleggst það sem Jinba Ittai, forn japönsk hugmyndafræði, eða „maður og hestur verða eitt“. Nýjasta SkyActiv bíltækni Mazda3 leysir þetta á magnaðan hátt sem þú upplifir strax í fyrsta akstri. G-VECTORING PLUS akstursstjórnunartæknin er önnur kynslóð þessa afar fullkomna kerfis. Kerfið skynjar fyrirætlanir ökumannsins eins og hesturinn skynjar knapann sem leiðir til einstakrar upplifunar ökumanns og farþega. Prófaðu.
Brimborg frumsýnir glænýjan og ríkulega búinn Mazda3 á laugardaginn í Reykjavík og á Akureyri kl. 12-16.
Komdu og upplifðu einstaka tilfinningu!