Nýtt frá Mazda: G-Vectoring Control Plus (GVC Plus)

24.07.2019
content image

Markmið verkfræðinga Mazda er að gera mann og bíl að einu og eru búnir að þróa nýjustu SKYACTIV bíltækni Mazda á magnaðan hátt sem þú upplifir strax í fyrsta akstri. G-VECTORING PLUS akstursstjórnunartæknin er önnur kynslóð þessa afar fullkomna kerfis. Kerfið skynjar fyrirætlanir ökumannsins eins og hesturinn skynjar knapann sem leiðir til einstakrar upplifunar ökumanns og farþega.

G-VECTORING PLUS akstursstjórnunartæknin undirbýr bílinn í akstri,  inn í og út úr beygjum með því að að flytja þyngdarpunkt og breyta afli eftir aðstæðum. Niðurstaðan er fádæma akstureiginleikar og þægindi fyrir ökumann og farþega. Þetta gerir bílnum kleift að takast á við neyðaröryggisstjórnun og býður upp á enn meira sjálfstraust í akstri fyrir ökumann.

Nýjasta kynslóð G-Vectoring Control tækninnar, G-VECTORING PLUS prýðir nýjan Mazda3 og Mazda CX-30.

Mazda3_gvectoringplus