Sjö sæta Mazda CX-80 hlýtur fimm stjörnu öryggiseinkunn

10.12.2024
content image

Mazda CX-80, nýjasta flaggskipið í jeppalínu Mazda, hefur hlotið hæstu einkunn í öryggisprófunum Euro NCAP. Bíllinn stendur með þeim fremstu í sínum flokki þegar kemur að öryggi fyrir bæði farþega og vegfarendur, og sameinar á einstakan hátt hágæða akstursupplifun og fjölhæfan búnað.

Skoðaðu allt um bílinn hér


Framúrskarandi búnaður

Mazda CX-80 jeppinn býður upp á framúrskarandi öryggi fyrir fullorðna með frábærum árangri í árekstraprófum og góðri alhliða vernd. Öryggisbúnaður bílsins og háþróað, sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi nær einnig til gangandi vegfarenda og hjólreiðafólks.

Sjö sæta hágæðabíll

Bíllinn er byggður á nýstárlegri Skyactiv Multi-Solution Scalable Architecture hönnun, sem sameinar stöðugleika og aksturseiginleika afturhjóladrifs við grip og dráttargetu fjórhjóladrifs. Með þriggja raða sætisskipan er CX-80 rúmbesti bíll Mazda í Evrópu og hann býður auk þess upp á fyrsta flokks tæknibúnað og þægindi.

Einstök japönsk hönnun og gæði

Sjö sæta Mazda CX-80 jeppinn er, líkt og aðrir bílar frá Mazda, hágæða japanska hönnun þar sem útlit, notagildi og öryggi fara saman. Hann býður ekki aðeins þægindi fyrir fjölskyldur heldur líka einstaka akstursupplifun sem sameinar tækni, öryggi og japanska fagurfræði.

Skoðaðu allt um bílinn hér